Rúnar á skotskónum í Meistaradeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði þriðja mark Cluj.
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði þriðja mark Cluj. Ljósmynd/CFR Cluj

Rúmenska meistaraliðið CFR Cluj stendur vel af vígi í einvígi sínu gegn Borac Banja Luka frá Bosníu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir 3:1-heimasigur í fyrri leik liðanna í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn með Cluj og skoraði þriðja mark liðsins á 60. mínútu.

Seinni leikurinn fer fram í Bosníu eftir viku. Sigurlið einvígisins mætir annaðhvort Fola Esch frá Lúx­em­borg eða Lincoln Red Imps frá Gíbralt­ar í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert