Tyrone Mings, leikmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Aston Villa, hefur sent innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, tóninn í kjölfarið á kynþáttaníðinu sem margir leikmanna Englands hafa orðið fyrir eftir ósigurinn gegn Ítölum í úrslitaleik EM í gærkvöld.
Patel fordæmdi níðið harðlega í yfirlýsingu og sagði á engan hátt hægt að þola slíkt og kvaðst vonast til þess að lögregluyfirvöld gætu komið böndum á þá seku. En Mings benti á í færslu á Twitter að sjálf hefði Patel gagnrýnt ensku landsliðsmennina fyrir að krjúpa á kné fyrir leikina og mótmæla á þann hátt kynþáttaníði.
„Þú afgreiddir okkar skilaboð gegn kynþáttaníði sem sýndarmennsku og svo þykistu vera hneyksluð þegar það sem við erum að berjast gegn á sér stað í raun og veru," skrifaði Mings á Twitter.
You don’t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as ‘Gesture Politics’ & then pretend to be disgusted when the very thing we’re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2
— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021