Sveinn Aron æfir með SönderjyskE

Sveinn Aron Guðjohnsen er í Danmörku.
Sveinn Aron Guðjohnsen er í Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Aron Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á mála hjá Spezia á Ítalíu, er kominn til danska úrvalsdeildarfélagsins SönderjyskE.

Félagið skýrði frá því í morgun að hann myndi æfa með liðinu næstu daga ásamt enskum leikmanni, Alfie Anderson.

Sveinn Aron lék í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann var þá í láni hjá OB frá Óðinsvéum.

Sveinn Aron var í íslenska 21-árs landsliðinu sem lék í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrr á þessu ári og skoraði þá eina mark liðsins í keppninni, og þá hefur hann komið við sögu í síðustu fjórum leikjum A-landsliðsins, sem eru hans fyrstu leikir með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert