Hólmar og félagar áfram

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg eru komnir áfram …
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg eru komnir áfram í umspilið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hólmar Örn Eyjólfsson og samherjar hans hjá norska liðinu Rosenborg eru komnir áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Domzale frá Slóveníu í kvöld.

Rosenborg vann fyrri leikinn 6:1 og einvígið því samanlagt 8:2. Hólmar Örn var í byrjunarliði Rosenborg í dag og lék allan leikinn. Rosenborg sló FH úr leik í síðustu umferð.

Norska liðið fær verðugt verkefni í umspilinu því þar bíður franska liðið Rennes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert