Sveinn Guðjohnsen kominn til Svíþjóðar

Sveinn Aron Guðjohnsen er orðinn leikmaður Elfsborgar.
Sveinn Aron Guðjohnsen er orðinn leikmaður Elfsborgar. Ljósmynd/Elfsborg

Knatt­spyrnumaður­inn Sveinn Aron Guðjohnsen samdi í dag við sænska félagið Elfs­borg í Svíþjóð frá Spezia á Ítal­íu. Hann var að láni hjá OB í Dan­mörku á síðustu leiktíð.

Sveinn skoraði eitt mark í þrett­án leikj­um með OB á síðustu leiktíð og tvö mörk í 23 leikj­um með Spezia í B-deild Ítal­íu, en liðið leik­ur nú í A-deild­inni.

Elfs­borg er í þriðja sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 23 stig eft­ir 13 leiki. Markvörður­inn Há­kon Rafn Valdi­mars­son kom til fé­lags­ins frá Gróttu í sum­ar og hef­ur verið vara­markvörður liðsins að und­an­förnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert