Apollon Limassol frá Kýpur tryggði sér í kvöld sæti í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með 2:1-sigri á CSKA Moskvu frá Rússlandi.
Yuliya Mysanikova kom CSKA Moskvu yfir á 32. mínútu en Kystyna Freda jafnaði fyrir Apollon á 39. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.
Þannig var staðan fram að 66. mínútu þegar Katie Lockwood skoraði sigurmark Apollon.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék fyrstu 85 mínúturnar með Apollon en hún kom til félagsins frá Breiðabliki á dögunum.