Joël Matip, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur ekki áhuga á því að spila aftur fyrir landslið Kamerún. Þetta tilkynnti Toni Conceiaco, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi á dögunum en Kamerún undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Malaví og Fílabeinsströndinni í undankeppni HM.
Matip, sem er þrítugur að árum, á að baki 27 A-landsleiki fyrir Kamerún en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2016 eftir átök innan knattspyrnusambandsins þar í landi.
Miðvörðurinn hefur verið óheppinn með meiðsli frá því hann gekk til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Schalke, sumarið 2016.
„Við erum með leikmenn sem vilja spila fyrir landsliðið og svo erum við leikmenn sem vilja ekki spila fyrir liðið,“ sagði Conceiaco.
„Ég er hér til að ræða þá leikmenn sem eru í hópnum, ekki þá sem vildu ekki koma. Matip er einn af þeim sem vildu ekki koma og það er lítið að gera við því,“ bætti þjálfarinn við.