Bayern vann stórsigur í toppbaráttuslag

Robert Lewandowski í leiknum í dag. Pólverjinn skoraði tvö mörk.
Robert Lewandowski í leiknum í dag. Pólverjinn skoraði tvö mörk. AFP

Þýskalandsmeistarar Bayern München sneru aftur á sigurbraut í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu með 5:1-sigri gegn Leverkusen á útivelli í dag. Bayern hafði óvænt tapað á heimavelli í síðustu umferð, 2:1 gegn Frankfurt, en fór illa með liðið sem situr í þriðja sæti í dag.

Önnur óvænt úrslit voru þó aldrei í spilunum í dag. Robert Lewandowski kom gestunum í forystu strax á fjórðu mínútu og bætti við öðru marki sínu eftir um hálftíma leik. Thomas Müller kom svo gestunum í 3:0 áður en Serge Gnabry bætti við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla fyrir hlé.

Heimamenn klóruðu í bakkann í síðari hálfleik með marki frá Patrik Schick en nær komust þeir ekki, lokatölur 5:1. Bayern er því áfram á toppnum með 19 stig eftir átta umferðir en Dortmund fylgir fast á eftir með 18 stig. Leverkusen er áfram í þriðja sæti eftir skellinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka