Bjartara yfir Barcelona

Leikmenn Barcelona fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna sigrinum í kvöld. AFP

Spænska stórliðið Barcelona sneri aftur á sigurbraut er liðið vann 3:1-sigur gegn Valencia á Camp Nou í kvöld.

Kvöldið byrjaði reyndar ekki sérlega vel hjá heimamönnum er José Luis Gayá kom gestunum í forystu strax á fimmtu mínútu en ungi og efnilegi sóknarmaðurinn Ansu Fati jafnaði metin átta mínútum síðar í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu.

Hollendingurinn Memphis Depay kom svo Börsungum í forystu með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu áður en Coutinho innsiglaði sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok en markið var hans fyrsta í 11 mánuði.

Þá fékk argentínski framherjinn Sergio Agüero sínar fyrstu mínútur með Barcelona er hann kom inn sem varamaður á 87. mínútu en hann gekk til liðs við Barcelona frá Manchester City í sumar. Barcelona er í 7. sæti með 15 stig, fimm stigum frá toppliði Real Sociedad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka