Ítalska stórliðið Juventus hefur heldur betur tekið við sér eftir afleita byrjun á tímabilinu en liðið vann í kvöld fjórða deildarsigur sinn í röð, 1:0, gegn lærisveinum José Mourinho í Roma í efstu deildinni.
Sóknarmaðurinn Moise Kean skoraði sigurmark leiksins á 16. mínútu en gestirnir fengu tækifæri til að jafna metin skömmu fyrir hálfleik er Jordan Veretout tók vítaspyrnu sem Wojciech Szczesny varði frá honum í marki Juventus.
Juventus byrjaði tímabilið hræðilega, tapaði tveimur og gerði tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur hins vegar nú unnið fjóra í röð og situr í 7. sæti eftirátta umferðir með 14 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli sem enn er með fullt hús stiga.