Hallbera gerði Guðrúnu greiða

Hallbera Guðný Gísladóttir er fyrirliði AIK.
Hallbera Guðný Gísladóttir er fyrirliði AIK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

AIK og Häcken skildu í dag jöfn, 0:0, er þau mættust í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvennaflokki á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK og var fyrirliði, eins og hún hefur verið allt tímabilið. Diljá Ýr Zomers var hinsvegar allan tímann á bekknum hjá Häcken.

Úrslitin þýða að Guðrún Arnardótir getur orðið sænskur meistari með Rosengård síðar í dag en liðinu nægir að vinna Piteå á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir.

Glódís Perla Viggósdóttir átti sinn þátt í gengi Rosengård því hún spilaði 12 leiki með liðinu á leiktíðinni, áður en hún skipti yfir í Bayern München.

Häcken er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig en AIK er í tíunda sæti með 17 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert