Rekinn af velli fyrir að ráðast á liðsfélaga

Aaron McCarey lætur liðsfélaga sinn finna fyrir því.
Aaron McCarey lætur liðsfélaga sinn finna fyrir því. Ljósmynd/BBC

Markvörðurinn Aaron McCarey var illa fyrirkallaður er hann og liðsfélagar hans í Glentorian gerðu 2:2-jafntefli við Coleraine í efstu deild Norður-Írlands í fótbolta í gær.

McCarey var ósáttur við varnarmanninn Bobby Burns er Coleraine jafnaði í 2:2 um tíu mínútum fyrir leikslok. Svo ósáttur var markvörðurinn að hann ákvað að ráðast á liðsfélaga sinn. Að lokum fékk McCarey rautt spjald fyrir tilburðina.

Baulað var á McCarey er hann gekk af velli, en hann spilaði á sínum tíma nokkra leiki með enska liðinu Wolves. Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka