Markvörðurinn Aaron McCarey var illa fyrirkallaður er hann og liðsfélagar hans í Glentorian gerðu 2:2-jafntefli við Coleraine í efstu deild Norður-Írlands í fótbolta í gær.
McCarey var ósáttur við varnarmanninn Bobby Burns er Coleraine jafnaði í 2:2 um tíu mínútum fyrir leikslok. Svo ósáttur var markvörðurinn að hann ákvað að ráðast á liðsfélaga sinn. Að lokum fékk McCarey rautt spjald fyrir tilburðina.
Baulað var á McCarey er hann gekk af velli, en hann spilaði á sínum tíma nokkra leiki með enska liðinu Wolves. Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
BIG TALKING POINT 😲@Glentoran goalkeeper Aaron McCarey sees red for lashing out at team-mate Bobby Burns during their side's 2-2 draw with Coleraine at the Oval.
— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 16, 2021
Report & reaction 👉 https://t.co/DDQkyaJAGB#bbcfootball #BBCIrishPrem pic.twitter.com/mRIhCw86wP