Aurier nýtist Villarreal ekki í riðlakeppninni

Serge Aurier í landsleik með Fílabeinsströndinni.
Serge Aurier í landsleik með Fílabeinsströndinni. AFP

Villarreal getur ekki teflt fram Serge Aurier þegar liðið mætir Young Boys í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. 

Villarreal samdi við Aurier á frjálsri sölu en Aurier lék áður með Tottenham Hotspur. Spænska félagið nældi í leikmanninn eftir að fresturinn rann út til að tilkynna leikmannahópinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 

Aurier getur því í fyrsta lagi spilað Evrópuleiki með Villarreal í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar ef liðið kemst þangað eða í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar ef Villarreal endar þar. 

Það á eftir að skýrast enda bara tvær umferðir búnar í riðlakeppninni. Útlit er fyrir harða keppni í F-riðlinum hjá Villarreal, Young Boys, Manchester United og Atalanta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka