Guðlaugur í liði vikunnar

Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Armeníu fyrir rúmri viku.
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Armeníu fyrir rúmri viku. mbl.is/Unnur Karen

Guðlaugur Victor Pálsson er í úrvalsliði þýska íþróttablaðsins Kicker fyrir 10. umferð þýsku B-deildarinnar í knattspyrnu karla eftir að hafa staðið sig feikivel í dramatískum 1:0 sigri Schalke gegn Hannover á föstudagskvöld.

Guðlaugur Victor var líkt og í flestum leikjum Schalke á tímabilinu til þessa með fyrirliðabandið og lék vel á miðju liðsins.

Í ofanálag lagði hann upp sigurmark liðsins á fimmtu mínútu uppbótartíma í mikilvægum sigri Schalke í toppbaráttu deildarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Guðlaugur Victor er valinn í lið vikunnar hjá Kicker, en þegar tíu umferðum er lokið í B-deildinni er Schalke í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði St. Pauli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka