Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, vakti athygli í Hollandi um helgina fyrir frammistöðu sína með AZ Alkmaar.
Albert skoraði mark og lagði upp annað í 5:1 sigri á Utrecht í efstu deildinni í Hollandi.
Fyrir vikið var hann valinn í lið umferðarinnar hjá hollenska miðlinum Voetbal.