Ef til vill verður Kylian Mbappé áfram hjá París Saint-Germain eftir allt saman en kyrfilega hefur verið greint frá áhuga Real Madríd að ná í franska landsliðsmanninn í knattspyrnu.
Parísarliðinu hefur ekki tekist að gera nýjan samning við Mbappé en lítið fararsnið virðist vera á honum miðað við færslu á Instagramreikningi leikmannsins.
Þar birti hann mynd af sér með forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi, og skrifaði „Er alltaf hungraður í meira, takk PSG.“