Neymar ekki með gegn Leipzig

Neymar, Raphinha og félögum í brasilíska landsliðinu gengur allt í …
Neymar, Raphinha og félögum í brasilíska landsliðinu gengur allt í haginn í undankeppni HM. AFP

Brasilíumaðurinn Neymar verður ekki í liði París Saint-Germain sem mætir RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 

Neymar er ekki leikfær og virðist vera meiddur í nára eftir landsleikjatörnina með Brasilíu. Samkvæmt tilkynningu frá Parísarliðinu verður Neymar í meðhöndlun hjá sjúkrateyminu áður en ákveðið verður hvenær hann getur æft með liðinu á ný. 

París og Leipzig leika í A-riðli keppninnar eins og Manchester City og Club Brugge. Þau mætast í Belgíu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka