Skakkaföll hjá Barcelona gegn Kiev

Sergio Kun Agüero á blaðamannafundi fyrir leikinn en lið Börsunga …
Sergio Kun Agüero á blaðamannafundi fyrir leikinn en lið Börsunga þarf á því að halda að Agüero nái sér á strik í vetur. AFP

Barcelona þarf sárlega á stigum að halda þegar liðið tekur á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu á morgun. 

Barcelona er án stiga í riðlinum eftir fyrstu tvær umferðirnar. Lið Bayern München virðist ógnarsterkt og líklegt til að komast áfram. Bayern er með 6 stig, Benfica 4 stig og Dynamo Kiev 1 stig. 

Tilkynnt var í dag að Barcelona verði án fjögurra leikmanna í leiknum á morgun. Ousmane Dembélé, Pedri og Martin Braithwaite eru allir meiddir auk þess sem Eric Garcia er í leikbanni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka