Gerard Pique reyndist hetja Barcelona þegar liðið tók á móti Dynamo Kiev í E-riðli Meistaradeilar Evrópu í knattspyrnu í Barcelona í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Barcelona en Pique skoraði sigurmark leiksins á 36. mínútu.
Þetta var fyrsti sigur Barcelona í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið er með 3 stig í þriðja sæti riðilsins.
Bayern München er í efsta sætinu með 6 stig, Benfica er með 4 stig og Dynamo Kiev 1 stig en Bayern München og Benfica mætast síðar í kvöld.