Ótrúleg endurkoma Leicester í Rússlandi

Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers og Patson Daka fagna í leikslok.
Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers og Patson Daka fagna í leikslok. AFP

Patson Daka fór á kostum fyrir Leicester liðið heimsótti Spartak Moskvu í C-riðli Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Leicester en Daka skoraði öll fjögur mörk enska liðsins í leiknum.

Aleksandr Sobolev og Jordan Larsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Spartak Moskvu í fyrri hálfleik áður en Daka minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks.

Daka skoraði svo tvívegis með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks áður en hann bætti við fjórða markinu á 78. mínútu.

Sobolev minnkaði muninn fyrir Spartak Moskvu á 86. mínútu en lengra komust Rússarnir ekki.

Leicester er með 4 stig í öðru sæti riðilsins en Spartak Moskva er í þriðja sætinu með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka