Noah Okafor skoraði tvívegis fyrir Salzburg þegar liðið tók á móti Wolfsburg í G-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Austurríki í kvöld.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Salzburg en Karim Adeyemi kom Salzburg yfir á 3. mínútu áður en Lukas Nimecha jafnaði metin fyrir Wolfsburg á 15. mínútu.
Okafor bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar fyrir Salzburg um miðjan síðari hálfleikinn og þar við sat.
Salzburg er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, Sevilla er með 2 stig, Wolfsburg 2 Stig og Lille 1 stig en Sevilla og Lille mætast í kvöld.