Jesper Karlsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti CFR Cluj í D-riðli Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í Rúmeníu í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri AZ Alkmaar en Karlsson skoraði sigurmark leiksins á 18. mínútu.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld en var skipt af velli á 81. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður hjá CFR mínútu síðar.
AZ Alkmaar er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, Jablonec er með 4 stig, Randers 3 stig og CFR Cluj með 1 stig þegar leiknar hafa verið þrjár umferðir af sex.