Juventus sló met í gærkvöldi

Dejan Kulusevski fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi ásamt liðsfélögum sínum.
Dejan Kulusevski fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Ítalska félagið Juventus sló met í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi þegar liðið vann nauman 1:0 útisigur gegn Zenit frá Sankti Pétursborg í H-riðlinum.

Með sigrinum hefur Juventus nú unnið sjö útileiki í riðlakeppninni í röð og sló þar með met sem Chelsea og Manchester United deildu, en þau unnu á sínum tíma bæði sex útileiki í röð.

Chelsea vann sína sex útileiki í röð á árunum 2000-2010 og Man United á árunum 2009-2010.

Sænski vængmaðurinn Dejan Kulusevski tryggði Juventus sigur í Sankti Pétursborg í gær með góðu skallamarki seint í leiknum, á 87. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert