Selfyssingurinn jafnaði í uppbótartíma í Atlanta

Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Þórarinsson var í sviðsljósinu í nótt þegar lið hans New York City fór til Georgíuríkis í amerísku MLS-deildinni í knattspyrnu. 

New York City gerði 1:1 jafntefli gegn Atlanta United og skoraði Guðmundur mark New York á 90. mínútu og tryggði liðinu stig eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 61. mínútu. Markið skoraði Selfyssingurinn beint úr aukaspyrnu. 

New York City er í baráttu um að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina í deildinni en liðið er í 8. sæti í Austurdeildinni. 

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. AFP

New England Revolution er hins vegar öruggt um sæti í úrslitakeppninni því liðið hefur tryggt sér efsta sætið í Austurdeildinni og mun fara beint í 8-liða úrslit. New England fór til höfuðborgarinnar og vann DC United 3:2 en Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 81. mínútu. 

Orlando City og Montreal gerðu 1:1 jafntefli en Róbert Orri Þorkelsson er frá vegna meiðsla hjá Montreal sem er í 6. sæti Austurdeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka