Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður hjá New York City í 1:1 jafntefli gegn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu karla í nótt og jafnaði metin á 90. mínútu.
Markið var stórglæsilegt; beint úr aukaspyrnu upp í samskeytin nær, óverjandi fyrir Brad Guzan í marki Atlanta.
Markið má sjá hér:
CLUTCH 🥶🏹🎯 pic.twitter.com/Tqu2Pvi61l
— New York City FC (@NYCFC) October 21, 2021