Ungstirnið skrifaði undir sex ára samning

Ansu Fati eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Ansu Fati eftir að hafa skrifað undir samninginn. AFP

Spænska ungstirnið Ansu Fati, 18 ára sóknarmaður Barcelona, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórveldið. Nýi samningurinn rennur út sumarið 2027.

Fati er ætlað stærðarinnar hlutverk á næstu árum hjá Barcelona enda ekki fyrir hvern sem er að fá úthlutaðri treyju númer 10, sem hann fékk fyrir tímabilið, en argentínska goðsögnin Lionel Messi hafði verið í þeirri treyju í 13 ár áður en hann fór til PSG í sumar.

Á dögunum samdi annað ungstirni Barcelona, Pedri, til langs tíma, sumarsins 2026, og er hann með klásúlu upp á einn milljarð evra í samningi sínum.

Sama klásúla var sett í samning Fati og Börsungum því fúlasta alvara með að halda tveimur af efnilegustu leikmönnum heims í sínum röðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert