Spænska ungstirnið Ansu Fati, 18 ára sóknarmaður Barcelona, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórveldið. Nýi samningurinn rennur út sumarið 2027.
Fati er ætlað stærðarinnar hlutverk á næstu árum hjá Barcelona enda ekki fyrir hvern sem er að fá úthlutaðri treyju númer 10, sem hann fékk fyrir tímabilið, en argentínska goðsögnin Lionel Messi hafði verið í þeirri treyju í 13 ár áður en hann fór til PSG í sumar.
Á dögunum samdi annað ungstirni Barcelona, Pedri, til langs tíma, sumarsins 2026, og er hann með klásúlu upp á einn milljarð evra í samningi sínum.
Sama klásúla var sett í samning Fati og Börsungum því fúlasta alvara með að halda tveimur af efnilegustu leikmönnum heims í sínum röðum.