Nikolas Dyhr bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið tók á móti Rauðu stjörnunni í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Danmörku í kvöld.
Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Dyhr skoraði jöfnunarmark Midtjylland á 78. mínútu.
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Midtjylland sem er með 2 stig í þriðja sæti riðilsins.
Rauða stjarnan er í efsta sætinu með 7 stig, Braga með 6 stig og Ludogorets með 1 stig í fjórða sætinu.