Þýska knattspyrnuliðið Bayern München sigraði Hoffenheim örugglega 4:0 á heimavelli í þýsku 1. deildinni í dag. Með sigrinum hélt Bayern í toppsæti deildarinnar, en Borussia Dortmund eru í öðru sæti með stigi minna.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að heimamenn ætluðu sér að að fara með sigur af hólmi en staðan var orðin 2:0 eftir hálftíma leik. Serge Gnabry gerði fyrsta markið en hann hafði einnig skorað fyrr í leiknum, en markið var þá dæmt af. Robert Lewandowski bætti svo við öðru markinu.
Í seinni hálfleik bættu svo Eric Maxim Choupo-Moting og Kingsley Coman við mörkum og þar við sat. Lokatölur því 4:0 sigur heimamanna í Bayern.