Lyngby á toppinn

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru á toppnum …
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru á toppnum í dönsku B-deildinni. Ljósmynd/Lyngby-boldklub.dk

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í danska knattspyrnufélaginu Lyngby eru komnir á toppinn í dönsku B-deildinni eftir 1:0-útisigur gegn Íslendingaliði Horsens í dag.

Magnus Larsen skoraði sigurmark leiksins á 62. mínútu en Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður  hjá Lyngby á 88. mínútu. Frederik Schram var ekki í leikmannahópnum.

Aron Sigurðarson kom inn á hjá Horsens á 67. mínútu en Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í hóp hjá Horsens.

Lyngby er með 27 stig í efsta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir en Horsens er í fimmta sætinu með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert