Atlético Madrid og Real Sociedad gerðu 2:2 jafntefli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Luis Suárez reyndist hetja Atlético en hann skoraði tvö mörk eftir að lið hans hafði lent 0:2 undir í leiknum.
Nafnarnir Alexander Sörloth og Alexander Isak skoruðu mörk Sociedad og komu þeim í tveggja marka forystu. Eftir um klukkutíma leik minnkaði Suárez muninn og þegar tæpt korter lifði leiks jafnaði hann svo metin úr vítaspyrnu.
Toppbaráttan á Spáni er svakaleg en einugis þrjú stig skila sex efstu liðin af. Sociedad eru í toppsæti deildarinnar með 21 stig en Real Madrid og Sevilla eru með stigi minna í næstu tveimur sætum. Atlético, Real Betis og Osasuna koma svo þar á eftir með 18 stig.
Stórlið Barcelona, sem tapaði fyrir Real Madrid í dag, eru í níunda sæti deildarinnar með 15 stig og hefur útlitið oft verið bjartara hjá Katalóníuliðinu.