Töpuðu stigum en halda efsta sætinu

Alfons Sampsted er í hörðum slag með Bodö/Glimt um norska …
Alfons Sampsted er í hörðum slag með Bodö/Glimt um norska meistaratitilinn en í fyrra vann liðið hann með yfirburðum. mbl.is/Árni Sæberg

Alfons Sampsted og félagar í meistaraliðinu Bodö/Glimt urðu að sætta sig við jafntefli gegn Strömsgodset á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ola Solbakken kom Bodö/Glimt yfir snemma leiks en Kreshnik Krasniqi jafnaði fyrir Strömsgodset seint í leiknum.

Alfons lék allan leikinn með Bodö/Glimt og Ari Leifsson allan leikinn með Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á hjá síðarnefnda liðinu á 82. mínútu.

Bodö/Glimt er með 48 stig en Molde 47 þegar sjö umferðum er ólokið í deildinni en liðin mætast um næstu helgi. Strömsgodset er í níunda sæti með 30 stig.

Rosenborg komst í þriðja sætið með 41 stig með sigri á Sandefjord, 4:1. Hólmar Örn Eyjólfsson var á varamannabekk Rosenborg en Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord og lagði upp mark liðsins. Sandefjord er með 26 stig í 12. sætinu, sex stigum ofan við umspilssæti.

Viðar Örn Kjartansson lék fyrri hálfleikinn með Vålerenga sem vann Haugesund, 2:1. Vålerenga er í sjöunda sæti með 34 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert