Aron fór meiddur af velli

Aron Einar Gunnarsson í landsleik.
Aron Einar Gunnarsson í landsleik. AFP

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson meiddist í leik Al-Arabi gegn Al Ahli í Katar í dag en liðin áttust þá við í efstu deildinni þar í landi.

Hann þurfti að fara af velli á 35. mínútu vegna meiðslanna en ekki hefur komið fram enn sem komið er hvort þau séu alvarleg.

Aron hefur leikið alla leiki Al-Arabi á keppnistímabilinu til þessa en liðið er í þriðja sæti með 13 stig eftir sjö fyrstu leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert