Adam Buska reyndist hetja New England Revolution þegar liðið heimsótti Orlando City í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.
Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Buska skoraði bæði mörk New England í síðari hálfleik eftir að Orlando City komst í 2:0 á 50. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England en var skipt af velli á 64. mínútu fyrir Gustavo Bou.
New England hefur tryggt sér efsta sæti austurdeildarinnar en liðið er með 70 stig og hefur 21 stigs forskot á Philadelphia Union. Orlando City er í fjórða sætinu með 47 stig.
Sjö efstu lið austur- og vesturdeildarinnar komast áfram í 1. umferð úrslitakeppninnar en liðin sem hafna í efsta sæti deildanna sitja hjá í fyrstu umferð.