Aron skoraði í grátlegu tapi

Aron skoraði mark Horsens í kvöld.
Aron skoraði mark Horsens í kvöld. Ljósmynd/Horsens

Aron Sigurðarson skoraði eina mark Horsens þegar liðið féll úr leik í fjórðu umferð dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í kvöld og missti þannig af sæti í 16-liða úrslitum.

Aron kom heimamönnum í Horsens yfir strax á þriðju mínútu leiksins.

Gestunum í Vejle virtist ekki ætla að takast að brjóta Horsens á bak aftur en tókst það loks á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Allan Sousa jafnaði metin og knúði fram framlengingu.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar kom Kevin Custovic Vejle yfir.

Þá virtist allur vindur úr seglum Horsens-manna og bætti Allan Sousa við öðru marki sínu áður en yfir lauk.

Horsens þurfti því að sætta sig við 1:3 tap.

Aron lék allan leikinn fyrir Horsens en Ágúst Eðvald Hlynsson var ónotaður varamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert