Framherjinn Dairon Asprilla skoraði magnað mark fyrir Portland Timbers þegar liðið vann 2:0-heimasigur gegn San Jose Earthquakes í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.
Asprilla skoraði annað mark leiksins með ótrúlegri hjólahestaspyrnu sem hefur vakið mikla athygli og vilja margir sjá markið tilnefnt til Puskás-verðlaunanna frægu sem eru veitt fyrir fallegasta mark ársins.
Asprilla, sem er 29 ára gamall og frá Kólumbíu, hefur leikið með Portland frá árinu 2015 en markið í nótt var hans tíunda á tímabilinu.
Hey @SportsCenter you might wanna give this one a look. #RCTID pic.twitter.com/ll8pxBtVKy
— Portland Timbers (@TimbersFC) October 28, 2021
He had the audacity. #RCTID pic.twitter.com/8pNByMXvGL
— Portland Timbers (@TimbersFC) October 28, 2021