Í áfalli yfir úrslitunum

Bæjarar sáu aldrei til sólar í gær.
Bæjarar sáu aldrei til sólar í gær. AFP

„Ég er í áfalli yfir þessum úrslitum,“ sagði Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá knattspyrnuliði Bayern München, eftir 0:5-tap liðsins gegn Borussia Mönchengladbach á útivelli í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar.

Salihamidzic var á hliðarlínunni í gær í fjarveru knattspyrnustjórans Julian Nagelsmanns sem er að jafna sig eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Tapið er það versta hjá Bæjurum í rúmlega fjóra áratugi en þeir voru lentir 0:3-undir eftir 21 mínútu leik.

„Við mættum aldrei til leiks og ég held að við höfum ekki unnið návígi í leiknum,“ sagði Halihamidzic í samtali við þýska fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta er algjörlega óafsakanlegt. Við vissum það fyrir leik að þetta yrði erfitt og allt það og við fórum mjög vel yfir mótherja okkar. Ég er í raun bara orðlaus eftir þessa frammistöðu,“ bætti svekktur Halihamidzic við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert