Rekinn í flugvélinni á leiðinni heim

Ronald Koeman hefur yfirgefið Barcelona.
Ronald Koeman hefur yfirgefið Barcelona. AFP

Knattspyrnustjórinn Ronald Koeman var rekinn frá Barcelona í gær eftir 0:1-tap liðsins gegn Rayo Vallecano á útivelli í spænsku 1. deildinni. Koeman stýrði Barcelona í fjórtán mánuði en framtíð stjórans hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði.

Spænski miðillinn Sport greinir frá því að Joan Laporta, forseti Barcelona, hafi rekið hollenska stjórann í flugvélinni á leiðinni heim úr leiknum sem fram fór í höfuðborginni Madríd.

Forsetinn ráðfærði sig stuttlega við stjórnarmeðlimi félagsins áður en hann ákvað að reka Koeman og frétti Hollendingurinn af örlögum sínum rétt áður en vélin lenti í Barcelona.

Stuttu síðar sendi svo spænska félagið frá sér yfirlýsingu þar sem það var gert opinbert að Koeman hefði verið rekinn frá félaginu.

Fyrrverandi leikmaður félagsins Xavi Hernández þykir líklegastur til þess að taka við af Koeman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert