Viðar Örn skoraði í grátlegu tapi

Mark Viðars Arnar dugði ekki til í kvöld.
Mark Viðars Arnar dugði ekki til í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar lið hans Vålerenga tapaði 1:2 á útivelli gegn Sarpsborg. Sigurmark Sarpsborg kom í uppbótartíma.

Viðar Örn kom Vålerenga yfir á 69. mínútu áður en Jonathan Lindseth jafnaði metin fyrir heimamenn á 81. mínútu.

Á sjöttu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma skoraði Rashad Muhammed svo sigurmark Sarpsborg og þar við sat.

Viðar Örn lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Vålerenga í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert