Fyrsta tapið hjá Arizona

Aaron Rodgers er potturinn og pannan í sókn Green Bay …
Aaron Rodgers er potturinn og pannan í sókn Green Bay Packers. Hér gerir hann sig líklegan til að kasta í leiknum gegn Arizona Cardinals. AFP

Green Bay Packers varð í nótt fyrsta liðið til að vinna Arizona Cardinals á þessu keppnistímabili og hafa þá öll liðin tapað leik í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum á tímabilinu. 

Green Bay vann 24:21 þegar liðin mættust í Wisconsin og eru þá bæði liðin með sjö sigra í fyrstu átta leikjunum. Green Bay virðist til alls líklegt en liðið varð síðast meistari árið 2010. 

Los Angeles Rams og meistararnir í Tampa Bay Buccaneers hafa einnig aðeins tapað einu sinni en hafa spilað sjö leiki. Dallas Cowboys er einnig aðeins með eitt tap en hefur leikið sex leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert