Green Bay Packers varð í nótt fyrsta liðið til að vinna Arizona Cardinals á þessu keppnistímabili og hafa þá öll liðin tapað leik í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum á tímabilinu.
Green Bay vann 24:21 þegar liðin mættust í Wisconsin og eru þá bæði liðin með sjö sigra í fyrstu átta leikjunum. Green Bay virðist til alls líklegt en liðið varð síðast meistari árið 2010.
Los Angeles Rams og meistararnir í Tampa Bay Buccaneers hafa einnig aðeins tapað einu sinni en hafa spilað sjö leiki. Dallas Cowboys er einnig aðeins með eitt tap en hefur leikið sex leiki.