Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur fyrirskipað þýska félaginu Union Berlín að loka hluta áhorfendastúku sinnar fyrir næsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu.
Ástæðan er sú að á heimaleik Union Berlín gegn Maccabi Haifa frá Ísrael í keppninni á Ólympíuleikvanginum í Berlín 30. september hafi áhorfendur sýnt af sér kynþáttafordóma í garð leikmanna ísraelska liðsins.
Auk þess að þurfa að loka tveimur hlutum vallarins þar sem stuðningsfólk heimaliðsins situr jafnan er Union Berlín skyldað til að hengja upp borða með áletruninni „NoToRacism“ á leiknum gegn Feyenoord í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn í næstu viku.