Barcelona lék sinn þriðja leik í röð í spænsku 1. deildinni í fótbolta án þess að fagna sigri er liðið mátti þola 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Alavés.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Memphis Depay fyrsta mark leiksins á 49. mínútu er hann kom Barcelona yfir. Adam var ekki lengi í paradís því Luis Rioja jafnaði aðeins þremur mínútum síðar og þar við sat.
Leikurinn var sá fyrsti sem Barcelona spilar eftir að Ronald Koeman var vikið frá störfum en Sergi Barjuan er tímabundinn stjóri liðsins. Barcelona er í níunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki.