Dregið var í fjórðungsúrslit enska deildabikarsins í knattspyrnu karla rétt í þessu. Liverpool fær heimaleik gegn Leicester og Tottenham Hotspur fær nágranna sína í West Ham United í heimsókn.
Arsenal mun taka á móti C-deildarliði Sunderland og þá verður annar Lundúnaslagur þegar Brentford fær Chelsea í heimsókn.
Leikirnir fjórir munu fara fram skömmu fyrir jól á þessu ári.
Fjórðungsúrslitin í heild sinni:
Tottenham Hotspur – West Ham United
Arsenal – Sunderland
Brentford – Chelsea
Liverpool – Leicester City