Real Madríd komst aftur á topp spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu karla með naumum 2:1 útisigri á Elche í dag. Vinícius Júnior reyndist hetja Madrídinga þegar hann skoraði bæði mörk liðsins.
Fyrst skoraði hann um miðjan fyrri hálfleik og bætti svo við öðru marki sínu á 73. mínútu.
Skömmu áður hafði Raúl Guti, leikmaður Elche, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Einum færri minnkaði Elche hins vegar muninn þegar Pere Milla skoraði á 86. mínútu.
Lengra komust þeir þó ekki og sigur Real Madríd með minnsta mun staðreynd.