Benfica vann 13:0-stórsigur á útivelli gegn Atlético í efstu deild Portúgals í fótbolta í dag. Eyjakonan Cloé Eyja Lacasse var áberandi hjá Benfica.
Cloé var í miklu stuði undir lok fyrri hálfleiks en hún skoraði þriðja mark Benfica á 33. mínútu og bætti svo við tveimur mörkum í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.
Cloé Eyja Lacasse lék í fimm ár með ÍBV og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hún hefur þó ekki verið lögleg með íslenska landsliðinu til þessa.