Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í 20 mánuði í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag er hann gerði fjórða mark Augsburg í 4:1-heimasigri á Stuttgart.
Markið var huggulegt en hann kláraði með föstu skoti utan teigs. Alfreð lék mjög vel en hann lagði upp þriðja mark síns liðs.
Myndskeið af marki stoðsendingu og marki Alfreðs má sjá hér fyrir neðan, en enskir lýsendur voru mjög hrifnir af marki íslenska framherjans og kölluðu „Ójá! Alfreð Finnbogason“ þegar landsliðsmaðurinn spyrnti boltanum í markið.