Selfyssingurinn með sigurmarkið

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið.
Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vålerenga vann 1:0-sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Vålerenga á 44. mínútu. Hann var í byrjunarliðinu en fór af velli á 81. mínútu.

Viðar hefur skorað fimm mörk fyrir Vålerenga á leiktíðinni en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 37 stig eftir 25 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert