Þórdís í banastuði á Kýpur

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék með Breiðabliki áður en hún hélt …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék með Breiðabliki áður en hún hélt til Kýpur. mbl.is/Árni Sæberg

Apollon Ladies vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum í efstu deild kvenna í kýpverska fótboltanum í dag er liðið valtaði yfir Lakatamia á heimavelli, 9:0.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var í byrjunarliði Apollon, lék allan leikinn og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Þórdís skoraði þriðja mark liðsins á 34. mínútu og sjötta markið á 72. mínútu.

Þórdís hefur leikið þrjá leiki á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk en hún var einnig á skotskónum gegn Omonoia Lefkosias í síðasta mánuði. Apollon er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert