Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er í liði umferðarinnar í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu hjá íþróttatímaritinu Sportschau eftir frammistöðu sína með Augsburg gegn Stuttgart um helgina.
Alfreð sem hefur glímt við meiðsli í langan tíma var þá í fyrsta skipti í byrjunarliði Augsburg á þessu tímabili og skoraði eitt mark og lagði annað upp í 4:1 sigri liðsins.
Alfreð og Robert Lewandowski, pólski markahrókurinn hjá Bayern München, eru fremstu menn í úrvalsliði Sportschau og þar er einnig að finna þá Leroy Sané, Thomas Müller og Mats Hummels, leikmenn Bayern.