Berglind Rós Ágústsdóttir og liðsfélagar hennar í Örebro eru á miklu skriði þessa dagana en liðið vann 2:1-heimasigur gegn Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Örebro en Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með Örebro.
Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå en var skipt af velli á 74. mínútu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ónotaður varamaður hjá Örebro.
Örebro er með 30 stig í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Kristianstad sem er í þriðja sætinu, en þriðja sætið gefur sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Berglind hefur verið í lykilhlutverki með liðinu á tímabilinu.
Örebro tapaði síðast leik í deildinni 12. september gegn meisturum síðasta árs í Häcken en liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. er hins vegar í ellefta og næst neðsta sætinu með 16 stig.
Þá lék Guðrún Arnarsdóttir allan leikinn með Rosengård sem vann 3:1-heimasigur gegn Eskilstuna.
Rosengård tryggði sér meistaratitilinn í síðasta mánuði en Guðrún hefur verið lykilkona í varnarleik liðsins síðan hún kom frá Djurgården í júlí.