„Við vitum ekki mikið þessa stundina,“ sagði Geir Inge Heggestad, upplýsingafulltrúi norska knattspyrnufélagsins Sogndal, í samtali við Aftenposten í kvöld.
Emil Pálsson, leikmaður Sogndal, hneig niður niður í leik liðsins gegn Stjördals Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sogndal í dag en atvikið átti sér stað eftir um tólf mínútna leik.
Hann lá meðvitundarlaus á vellinum í tíu mínútur á meðal læknar, sjúkraþjálfarar og sjúkraflutningamenn hlúðu að honum en hann var fluttur með meðvitund á Haukeland-spítalann í Bergen.
„Við bíðum frekari frétta og erum ennþá inn í búningsklefa,“ sagði Heggestad.
„Þetta var skelfileg upplifun sem enginn vill lenda í, hvorki á knattspyrnuvellinum né annarsstaðar, en við gerðum það sem við gátum í þessum aðstæðum og brugðumst rétt við.
Læknir félagsins fór með leikmanninum í sjúkraflugi á Haukeland-sjúkrahúsið og við vonumst eftir frekari fréttum á næstunni,“ bætti Heggestad við.